Blúndur

Hráefni
1 Bolli Sykur
1 Bolli Haframjöl
1 Bolli Hveiti
175 Grömm Smjör
1 Teskeið Lyftiduft
¼ Bolli Síróp
¼ Bolli Rjómi
1 Teskeið Vanilludropar
Aðferð
Til að byrja með hitar maður ofninn í 200°. Síðan bætir maður við öllum þurrefnum og hrærir lítið, síðan á maður að bræða smjörið og bæta í,
síðan er restinni bætt við og allt er hrært saman.
Næst á að setja litlar kúlur á plötu með bökunar pappír og setja í ofninn í fimm mínútur. Passa að hafa nóg bil á milli kúlanna því þær dreifa úr sér.
Eftir að maður er búinn að baka allar kökurnar þeytir maður rjóma og setur inn á milli tveggja kaka.
Næst eru þessar kökur settar í frystinn þangað til þær eru orðnar frosnar og eru borðaðar kaldar.
Hægt er að setja brætt súkkulaði á annan helminginn ef vill.