Frönsk hveitilaus jólasúkkulaðikaka fyrir Jólaboðið

Hráefni
¾ bolli sterkt kaffi
300g sykur
300g súkkulaði 56%
300g smjör
3 egg
Má setja grand marinier
Aðferð
Setjið kaffi og sykur í pott og hitað saman þar til að sykurinn er orðinn bráðinn. Síðann er súkkulaðinu bætt við og brætt saman.
Smjörinu bætt við í pottinn og brætt en passa að láta ekki sjóða. Síðan eru eggin slegin saman og bætt út í og hrært.
Smyrjið silicon form (þvermál 22cm). hella blönduni úr pottinum í formið og bakið í ofni í 45-50 mín við 175°C.
Láta svo kólna í kæli
Njótið!