Uppskriftir

Ananas

Hráefni

3 egg

1 dl strásykur

½ ananas úr dós

3 dl rjómi

4 blöð matarlím

safi úr 1 sítrónu

 
Aðferð

Setjið matarlímsblöðin í kalt vatn

 

Stífþeytið rjómann og geymið til síðar

 

Þeytið egg og sykur

 

Bætið ananaskurlið og sítrónusafann í eggjahræruna og hrærið áfram (takið frá 4 msk. as safa fyrir límið)

 

Takið matarlímið úr vatninu og setjið það í skál ásamt safanum sem tekinn var frá og hitið í vatnsbaði á lágum hita og hrærið í á meðan, þar til að límið er leyst upp

 

Þegar matarlímsvökvinn er volgur skal hella honum út í eggjahræruna í mjórri bunu og hræra stöðugt í á meðan

 

Að lokum er þeyttum rjóma bætt í hræruna og strax sett í skálina sem frómasinn á að vera borinn fram í og svo skellt inn í ísskáp.

Hann þarf aðeins nokkra klukkutíma til að stífna, þannig að hægt er að gera hann samdægurs eða daginn áður.

 

Njótið!