Rjómaís

Hráefni
4 egg
½ l rjómi – Það er betra að handþeyta, þá verður ísinn mýkri og þéttari þegar hann er frystur.
8 msk flórsykur
1-2 tsk góð vanilla
nokkur saltkorn
Aðferð
Eggin og flórsykurinn eru þeytt saman þangað til blandan verður ljós og létt.
Vanillu er svo bætt í ásamt örliltu salti. Þá er rjóminn þeyttur sér og öllu blandað varlega saman í lokin.
Fryst í vel lokuðu íláti.
Gott er að hræra af og til ísnum á meðan hann er að frjósa.
Það má líka blanda t.d. smátt söxuðu súkkulaði eða appelsínusafa út í ísinn.
Njótið!
Borinn fram með ískexi, ferskum ávöxtum og sósu eftir smekk.