Uppskriftir

Þristamús

Hráefni

500 ml rjómi 

250 g þristur 

4-5 eggjarauður 

15 g flórsykur  

Aðferð
Byrjið á því að skera þristana og bræða þá yfir vatnsbaði með 100 ml af rjómanum. 

Léttþeytið svo restina af rjómanum og leggjið til hliðar á meðan þið þeytið eggjarauðurnar og flórsykurinn. 

Þegar blandan er orðin þykk blandið bráðnu þristunum við. Passið að þristurinn sé vel blandaður við eggjarauðurnar. 
 
Vefjið svo þristablöndunni varlega við rjómann. Ég mæli með því að blanda þeim saman í pörtum ca 1/3 í einu. Því þá fær músin enn mýkri áferð. 

Njótið!
Þegar músin er búin í ísskápnum takið hana út og skreytið af vild. Mér finnst gott að setja auka þrist ofan á ef ég á eða eitthvað annað súkkulaði og karamellusósu.