Sænskir Lussekatter

Hráefni
200 g smjör 1 egg
1 g safran
1 msk rjómi
5 dl mjólk
1 dl rúsínur
½ dl rjómi
50 g ger
2 egg
2 dl sykur
salt á hnífsoddi
16-17 dl hveiti
Aðferð
Bræðið smjör í potti með saffrani og látið sjóða
Takið pottinn af hitanum, bætið við mjólk og rjóma og látið kólna í 37°C
Setjið blönduna í skál og leysið upp gerið í vökvanum. Bætið svo við eggjum, sykri og salti
Blandið hveitinu við smám saman og hnoðið vel (10-15 mínútur)
Látið deigið hefast undir dúk í 1 klst.
Hnoðið deigið og skiptið því niður í fjóra parta, sem er svo aftur skipt í 6-8 parta
Búið til lengjur og rúllið þeim upp (sjá mynd) og látið hefast undir dúk í tæpa klst.
Kveikið á ofninum í 200°C með blæstri
Blandið eggi og rjóma í skál, penslið Lussekatterna og stingið rúsínu í þá
Bakið í 10 mínútur
Njótið!
Fallegt að strá flórsykri yfir